Kaffihúsakvöld

FVA átti 40 ára afmæli þriðjudaginn 12. september síðastliðinn. Af því tilefni hélt nemendafélagið Kaffihúsakvöld á sal skólans.

Góðgerðafélagið Eynir (GEY-klúbburinn) seldi ís frá ísbúðinni Valdís og rann allur ágóði til UNICEF. Klúbbar NFFA sáu um að skemmta áhorfendum með söngatriði og Gettu Betur keppni milli nemenda og kennara. Síðasta atriðið var svo frumsýning á Nýnemavikumyndbandi.

Það voru um 100 manns sem mættu á svæðið og áttu saman kósý og skemmtilega kvöldstund 🙂 Hér má sjá myndir frá kaffihúsakvöldinu.

 

Færðu inn athugasemd