Hæfileikakeppni starfsbrauta

Hæfileikakeppni starfsbrauta var haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 12. apríl. Framlag okkar á starfsbrautinni var hópurinn „Mið-Akranes“ sem var með uppistand. Í hópnum voru fjórir nemendur; Bryndís, Brynjar, Eggert og Jóhanna.

Krakkarnir stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega en komust því miður ekki í verðlaunasæti. Atriðið þeirra var engu að síður það vel heppnað að þau voru beðin um að sýna það á árshátíð starfsmanna FVA laugardaginn 14. apríl við frábærar undirtektir 🙂

Fleiri myndir hér.

Auglýsingar

Námsmatsdagar á haustönn 2017

Nú standa yfir námsmatsdagar í skólanum. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem virkar þannig að nemendur fá ekki hefðbundnar próftöflur lengur heldur sérstakar stundatöflur. Þessar síðustu tvær kennsluvikur fyrir jól hefst kennsla fyrir hádegi nú kl. 9:00 – 12:00 og eftir hádegi kl. 13:00 – 16:00. Misjafnt er eftir áföngum hvort nemendur fari í lokapróf eður ei.

Mikilvægar dagsetningar í desember:

Fimmtudagur 14. des: síðasti kennsludagur á starfsbraut

Þriðjudagur 20. des: prófsýning kl. 11:00-12:00. Frjáls mæting.

Fimmtudagur 22. des: útskrift frá FVA

Skólinn hefst að nýju föstudaginn 5. janúar skv. stundaskrá.

Útgáfuteiti fréttabréfs starfsbrautarinnar

Það var aldeilis gleði og gaman í dag í útgáfuteiti starfsbrautarinnar. Nemendur í ÍSLSS36 hafa verið að vinna að gerð rafræns fréttabréfs á önninni. Efni fréttabréfsins er mjög fjölbreytt enda fengu nemendur að velja sér umfjöllunarefni eftir áhugasviði. Lögð var áhersla á að skrifa líka um nýjungar sem tengjast Akranesi, t.d. nýju Akranesferjuna, breytingarnar á sundlauginni á Jaðarsbökkum og opnun búðarinnar Lindex á Akranesi. Hér má sjá fréttabréfið.

Í dag var svo komið að því að hlaða fréttabréfinu inn á veraldarvefinn. Að því tilefni buðum við stjórnendum skólans að kíkja í heimsókn. Eggert byrjaði á því að kynna fótboltabækur sem hann hefur verið að safna sér og segja okkur frá ýmsu áhugaverðu þeim tengdu. Síðan skoðuðum við saman rafræna fréttabréfið og í lokin fengu allir sér jólaöl og piparkökur.

Fréttabréf starfsbrautar FVA 2017

Skammhlaup 2017

20171102_123943Í dag, 2. nóvember, var Skammhlaupsdagur í FVA. Þetta reyndist gríðarlega jöfn keppni í ár og það var því mikil spenna allt fram að síðustu þrautunum. Leikar enduðu þannig að Gula liðið vann en það munaði bara einu stigi á þeim og liðinu sem lenti í öðru sæti.

Hér má sjá myndir frá deginum.

Skuggakosningar

Alþingiskosningar verða þann 28. október næstkomandi. Frambjóðendur hjá ýmsum stjórnmálaflokkum mættu í pallborðsumræður inn á sal FVA miðvikudaginn 11. október og fimmtudaginn 12. október voru svo Skuggakosningar í skólanum. Þá fékk unga fólkið tækifæri til þess að æfa sig að kjósa og segja sína skoðun. Hér má sjá myndir frá þessum viðburðum.

This slideshow requires JavaScript.