Vorönn 2018 hefst á morgun :)

Jæja, þá er skólinn að hefjast á ný eftir gott jólafrí. Nemendur mæta í skólann skv. stundatöflu í fyrramálið, föstudaginn 5. janúar. Vinsamlegast athugið að nú er fyrsti tíminn á föstudögum ekki lengur kl. 9:40 heldur kl. 8:30 eins og hina dagana. Hlökkum til að sjá ykkur! 🙂

Auglýsingar

Námsmatsdagar á haustönn 2017

Nú standa yfir námsmatsdagar í skólanum. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem virkar þannig að nemendur fá ekki hefðbundnar próftöflur lengur heldur sérstakar stundatöflur. Þessar síðustu tvær kennsluvikur fyrir jól hefst kennsla fyrir hádegi nú kl. 9:00 – 12:00 og eftir hádegi kl. 13:00 – 16:00. Misjafnt er eftir áföngum hvort nemendur fari í lokapróf eður ei.

Mikilvægar dagsetningar í desember:

Fimmtudagur 14. des: síðasti kennsludagur á starfsbraut

Þriðjudagur 20. des: prófsýning kl. 11:00-12:00. Frjáls mæting.

Fimmtudagur 22. des: útskrift frá FVA

Skólinn hefst að nýju föstudaginn 5. janúar skv. stundaskrá.

Útgáfuteiti fréttabréfs starfsbrautarinnar

Það var aldeilis gleði og gaman í dag í útgáfuteiti starfsbrautarinnar. Nemendur í ÍSLSS36 hafa verið að vinna að gerð rafræns fréttabréfs á önninni. Efni fréttabréfsins er mjög fjölbreytt enda fengu nemendur að velja sér umfjöllunarefni eftir áhugasviði. Lögð var áhersla á að skrifa líka um nýjungar sem tengjast Akranesi, t.d. nýju Akranesferjuna, breytingarnar á sundlauginni á Jaðarsbökkum og opnun búðarinnar Lindex á Akranesi. Hér má sjá fréttabréfið.

Í dag var svo komið að því að hlaða fréttabréfinu inn á veraldarvefinn. Að því tilefni buðum við stjórnendum skólans að kíkja í heimsókn. Eggert byrjaði á því að kynna fótboltabækur sem hann hefur verið að safna sér og segja okkur frá ýmsu áhugaverðu þeim tengdu. Síðan skoðuðum við saman rafræna fréttabréfið og í lokin fengu allir sér jólaöl og piparkökur.

Fréttabréf starfsbrautar FVA 2017

Skammhlaup 2017

20171102_123943Í dag, 2. nóvember, var Skammhlaupsdagur í FVA. Þetta reyndist gríðarlega jöfn keppni í ár og það var því mikil spenna allt fram að síðustu þrautunum. Leikar enduðu þannig að Gula liðið vann en það munaði bara einu stigi á þeim og liðinu sem lenti í öðru sæti.

Hér má sjá myndir frá deginum.

Skuggakosningar

Alþingiskosningar verða þann 28. október næstkomandi. Frambjóðendur hjá ýmsum stjórnmálaflokkum mættu í pallborðsumræður inn á sal FVA miðvikudaginn 11. október og fimmtudaginn 12. október voru svo Skuggakosningar í skólanum. Þá fékk unga fólkið tækifæri til þess að æfa sig að kjósa og segja sína skoðun. Hér má sjá myndir frá þessum viðburðum.

This slideshow requires JavaScript.

Heimsókn í Prentmet

20171006_100949_001Nemendur í íslenskuáfanga á starfsbrautinni eru að læra um fjölmiðla. Þeir eru m.a. að búa til  rafrænt fréttabréf og kynna sér mismunandi fjölmiðla. Í íslenskutímanum á föstudögum lesa þeir bæjarblöðin Skessuhorn og Póstinn  til að kynna sér hvaða málefni eru í umræðunni í bæjarfélaginu og hvað sé á döfinni næstu daga.

Prentmet, sem sér um útgáfu Póstsins, bauð okkur að koma og svara næstu spurningu vikunnar. Við fórum því í heimsókn í Prentmet, nemendurnir svöruðu spurningu vikunnar og svo var tekin mynd af hverjum og einum. Að því loknu fór Þórður Elíasson, prentsmiðjustjóri, með okkur í skoðunarferð um prentsmiðjuna og fræddi okkur um allt  mögulegt varðandi prentun. Hér má sjá myndir úr heimsókninni.

September 2017

20170919_092931_0011.jpgNú er september senn á enda og ýmislegt búið að gerast síðan skólinn byrjaði.  FVA átti 40 ára afmæli 12. september og af því tilefni hélt NFFA kaffihúsakvöld og svo var vegleg afmælisveisla opin öllum í skólanum laugardaginn 16. september.

WinterCup, fótboltakeppni FVA, var haldin föstudaginn 22. september en þar stóð Eggert okkar Halldórsson, formaður íþróttaklúbbs, sig vel í að undirbúa og skipuleggja keppnina. Eggert var einnig dómari í keppninni en alls tóku 5 lið þátt í mótinu.

Framundan er svo október en í þeim mánuði verður WestSide haldið, sem er keppni milli FVA, MB og FSN, og svo verður miðannarfrí 19. og 20. október.

Hér má sjá myndir frá skólalífinu á haustönninni.

Kaffihúsakvöld

FVA átti 40 ára afmæli þriðjudaginn 12. september síðastliðinn. Af því tilefni hélt nemendafélagið Kaffihúsakvöld á sal skólans.

Góðgerðafélagið Eynir (GEY-klúbburinn) seldi ís frá ísbúðinni Valdís og rann allur ágóði til UNICEF. Klúbbar NFFA sáu um að skemmta áhorfendum með söngatriði og Gettu Betur keppni milli nemenda og kennara. Síðasta atriðið var svo frumsýning á Nýnemavikumyndbandi.

Það voru um 100 manns sem mættu á svæðið og áttu saman kósý og skemmtilega kvöldstund 🙂 Hér má sjá myndir frá kaffihúsakvöldinu.